11. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:19
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 272. mál - húsaleigulög Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands, Atli Freyr Rúnarsson og Sigrún Árnadóttir frá Félagsbústöðum, Guðmundur Ásgeirsson og Kristín Eir Helgadóttir frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Guðmundur Hrafn Arngrímsson frá Samtökum leigjenda og Breki Karlsson og Kolbrún Arna Villadsen frá Neytendasamtökunum.

3) 211. mál - sjúklingatrygging Kl. 10:35
Allir nefndarmenn samþykktu afgreiðslu málsins út úr nefndinni.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Óli Björn Kárason.

4) Greinargerð um meðferðarheimilið í Varpholti og á Laugalandi 1997-2007 Kl. 10:46
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:05